Skilmálar

Skilmálar

Vinsamlegast lestu skilmálana vandlega áður en þú verslar í vefverslun okkar. Með því að nota vefverslun fætur.is samþykkir þú þessa skilmála.
Skilmálar þessir gilda frá 10. apríl 2023.

Almennt
Um fyrirtækið Vefverslun Fætur.is er rekin af Þínir fætur ehf. Kt. 610223-1760
Heimilisfang: Hafnarstræti 97, önnur hæð, 600 Akureyri.

Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu. Öll ákvæði skilmálanna hér að neðan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir varnarþingi félagsins, Héraðsdómi Reykjavíkur. Eftirfarandi skilmálar gilda um viðskipti seljanda og kaupanda svo og um notkun á vefversluninni vast.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annars vegar og kaupanda hins vegar. Þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir gilda um viðskiptin lög um neytendakaup nr. 48/2003 og eftir atvikum lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000.

Skilafrestur og endurgreiðslu­réttur
Skilafrestur er 30 dagar, þ.e. hafi kaupandi keypt vöruna í gegnum fætur.is hefur hann 30 daga til að hætta við kaup á vöru að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum móttakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með ef endurgreiðsla á að eiga sér stað.


Afgreiðsla pantana
Pantanir eru afgreiddar innan 1-5 virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til verður haft samband við kaupanda og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða varan endurgreidd ef þess er óskað. Ef kaupandi óskar eftir heimsendingu þá eru vörurnar sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Einnig er boðið upp á að sækja vörur á Þínir fætur - fótaaðgerðastofa, Hafnarstræti 97 2.hæð 600 Akureyri.
Þínir fætur ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða því tjóni sem kann að verða í flutningi. 

Greiðsla pantana og öryggi
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% virðisaukaskatti. Verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og geta breyst án fyrirvara. Við áskiljum okkur rétt til að ljúka ekki viðskiptum ef rangt verð hefur verið gefið upp. Mögulegt er að greiða pöntun í vefverslun með helstu debet- og kreditkortum og fer greiðsla fram í gegnum örugga greiðslugátt hjá Rapyd. Greiðslan mun birtast á kortayfirliti þínu á sama hátt og almennar færslur í verslun. Ef vandamál vegna greiðslu koma upp eftirá vegna greiðslu (t.d. vákort) áskiljum við okkur rétt til að hafna greiðslunni og hætta við pöntunina. 


Trúnaður
Þínir fætur ehf. heitir kaupanda fullum trúnaði varðandi allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhendar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Þegar vara er pöntun í vefverslun fætur.is eru upplýsingar um greiðslukort aðeins vistaðar rétt á meðan viðskiptin fara fram og eru samþykkt í kerfinu. Rapyd geymir kortaupplýsingarnar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri. Um leið og pöntunin er staðfest og viðskiptavinur fær staðfestingu í hendurnar verður öllum upplýsingum um greiðslukortið eytt samstundis úr kerfinu. Kortaupplýsingarnar eru því alltaf öruggar á meðan öllu ferlinu stendur.

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.